Helgi Guðjónsson íþróttamaður Borgarfjarðar 2014

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Nú í dag var verðlaunaafhendig vegna íþróttamanns Borgarfjarðar 2014 og var það Helgi Guðjónsson íþróttamaður úr Reykholti sem hlaut titilinn að þessu sinni. 11 íþróttamenn voru tilnefndir  í kjörniu, en það voru;

Aðalsteinn Símonarson. akstursíþróttamaður

Atli Steinar Ingason, hestamaður

Bjarki Pétursson, golfari

Brynjar Björnsson, dansari

Davíð Ásgeirsson, körfuknattleiksmaður

Einar Örn Guðnason, kraftlyftingamaður

Grímur Bjarndal Einarsson, frjálsíþróttamaður

Helgi Guðjónsson, knattspyrnu, körfuknattleiks og frjálsíþróttamaður

Konráð Axel Gylfason, hestamaður

Tinna Kristín Finnbogadóttir, skákkona

Viktor Ingi Jakobsson, knattspyrnumaður

Úrslitin urðu svo eins og fyrr segir, Helgi Guðjónsson var kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar 2014, í öðru sæti var Bjarki Pétursson golfari, í þriðja sæti var Aðalsteinn Símonarson akstursíþróttamaður, í fjórða sæti var Brynjar Björnsson dansari og í fimmta sæti var Einar Örn Guðnason kraftlyftingamaður.

Aðrar viðurkenningar og verðlaun sem UMSB veitti við þetta tækifæri voru maraþonbikarinn sem veittur er fyrir besta tímann í maraþonhlaupi á árinu og var það Stefán Gíslason sem hlaut maraþonbikarinn 6. árið í röð. Einnig voru veittar viðurkenningar til þeirra íþróttamanna sem valdir voru í landslið á árinu og það voru þau; Bjarki Pétursson, Brynjar Björnsson, Daði Freyr Guðjónsson, Harpa Hilmisdóttir, Helgi Guðjónsson, Tinna Kristín Finnbogadóttir, Þorgeir Þorsteinsson og Einar Örn Guðnason. Þau leiðu mistök urðu við afhendingu þessara viðurkenninga að Einar Örn Guðnason fékk ekki sína viðurkenningu um leið og hitt landsliðsfólkið, en okkur barst ábending um þessi mistök og voru þau leiðrétt skömmu síðar og biðjumst við aftur afsökunar á því. Við þetta tilefni komu fram þrír nemendur úr Tónlistarskóla Borgarfjarðar og léku nokkur vel valin lög, en það voru þær Anna Þórhildur Gunnarsdóttir sem lék á píanó og Elínóra Kristjánsdóttir og Sóldís Fannberg Þórsdóttir sem léku á þverflautur. Myndir frá verðlaunaafhendingunni er hægt að sjá inná myndasíðunni okkar.

 

Deildu þessari frétt