Íþróttamenn í fararbroddi

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Nú er komið að því að kynnast Sigrúnu Sjöfn betur. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var þriðja í kjöri á íþórttamanni Borgarfjarðar 2018. Sigrún er einn af lykilleikmönnum í sterku liði Skallagríms í úrvalsdeild kvenna. Sigrún Sjöfn hefur leikið vel með Skallagrím síðustu ár og hefur skorað mikið auk þess að taka fráköst og gefa stoðsendingar sem er gríðarlega mikilvægur þáttur. Auk þessa hefur hún átt góða leiki með A-landsliði Íslands og verið alger lykilleikmaður í því liði.

 

Hver er þín helsta fyrirmynd í íþróttinni?

Í gegnum tíðina hef ég horft mikið upp til Loga Gunnarsson sem spilar með Njarðvík í dag. Hugarfarið, dugnaðurinn og eljan er eitthvað sem mér finnst til fyrirmyndar og hef horft upp til.

 

Hver hefur aft mest áhrif á þig sem íþróttamann?

Foreldrar mínir og öll systkinin mín þrjú hafa haft mikil áhrif á mig. Þau hafa alltaf verið til staðar fyrir mig sama hvernig gengur og tilbúin að hvetja mig áfram þegar ég þarf mest á því að halda.

 

Hvar sérðu þig fyrir þér eftir 5 ár?

Það er erfitt fyrir mig að segja. Ég geri mér grein fyrir að ég á ekki mörg ár eftir af ferlinum en ef líkaminn leyfir er ég kannski að stíga mín síðustu spor sem leikmaður. Vonandi held ég mér samt við körfuboltann og verð komin út í þjálfun ef ég er ekki enn þá að spila.

 

Hver er þín fyrsta minning um íþróttaiðkun?

Þegar ég var 14 ára og spilaði með Skallagrím. Við komum öllum á óvart og komumst í undanúrslit um íslandsmeistaratitil.

 

Þitt mesta afrek í íþróttinni?

Að spila með A-landsliði Íslands er mikill heiður. Einnig hef ég unnið alla titla sem í boði var á sama tímabilinu með Haukum ásamt því sem ég spilaði með Haukum í Evrópukeppni félagsliða. 

 

Spilarðu í eða með eitthvað sem færir þér gæfu?

Nei.

 

Ertu hjátrúarfull?

Nei.

 

Hvað færðu þér á pylsuna þína?

Pylsa bara í brauði

 

Hvað hefurðu lært af því að vera í íþróttum?

Skipulagningu númer eitt, tvö og þrjú. Einnig hef ég lært hvað rétt hugarfar skiptir gríðarlega miklu máli til þess að ná árangri.

 

Hvað er skemmtilegast við að stunda íþróttir?

Félagsskapurinn er það sem stendur upp úr.

 

Af hverju valdir þú körfubolta?

Eldri systkini mín spiluðu bæði körfubolta svo mig langaði líka til að prófa. Ég heillaðist af íþróttinni og það var ekki aftur snúið.

 

Deildu þessari frétt