Íþróttamenn í fararbroddi

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Nú er komið að því að kynnast Bjarka Péturssyni betur. Hann varð annar í kjöri á íþróttamanni Borgarfjarðar 2018.

Bjarki hefur sýnt það og sannað með árangri sínum sem áhugamaður í golfi að hann er einn besti golfari á landinu. Nú er hann á stóra sviðinu, meðal bestu áhugamanna í golfi. Bjarki var á árinu valinn til þess að leika fyrir landsliðið í Evópumóti Landsliða. Ísland keppti í efsta styrkleikaflokki, en þar hafa 16 lönd sæti. Bjarki endaði efstur Íslendinga, eða í 16 sæti af  96 keppendum. Bjarki hefur kepp á fjölda móta erlendis og staðið sig mjög vel á þeim.  

 

Hver er þín helsta fyrirmynd í íþróttinni?

Ég á mér í raun ekki eina fyrirmynd, frekar ákveðnar venjur/þættir hjá leikmönnum sem ég lít upp til og reyni að fá í minn leik/æfingar.

 

Hver hefur haft mest áhrif á þig sem íþróttamann?

Pabbi.

 

Hvar sérðu þig fyrir þér eftir 5 ár?

 Spilandi golf erlendis.

 

Hver er þín fyrsta minning um íþróttaiðkun?

Í garðinum hjá ömmu í kringum 3-4 ára aldur. Skiptist á að leika mér að slá og fá mér rabarbara sem Amma er með í garðinum.

 

Þitt mesta afrek í íþróttinni?

Líklega að vinna Berlin Open, á lægsta skori mótsins frá upphafi og vallarmet á vellinum. Trúlega líka eitt af lægstu 72 holu skor sem Íslendingur hefur spilað á.

 

Spilarðu í eða með eitthvað sem færir þér gæfu?

Ekki svo ég viti.

 

Ertu hjátrúarfullur/full?

Nei, ekki svo.

 

Hvað færðu þér á pylsuna þína?

Hvítlaukssósa, steiktur laukur, svart doritos, og svo ostur og krydd yfir. Pepsi Max með pulsunni er líka mikilvægt.

 

Hvað hefurðu lært af því að vera í íþróttum?

Golf byggist rosalega mikið á að vera agaður, og kurteis. Ég held að þolinmæði og að læra á sjálfan sig er eitthvað sem ég tek frá íþróttinni.

 

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Nautalund með góðu meðlæti.

 

 Hvað er skemmtilegast við að stunda íþróttir?

Þú lærir á sjálfan þig og golfið er líka búin að taka mig til margra heimsálfa og landa sem skemmir ekki fyrir.

 

Af hverju valdirðu golf?

 Ég hef alltaf fílað það að geta bara treyst á sjálfan mig sem margar einstaklings íþróttir gera.

 

Deildu þessari frétt