Íþróttastarf fer af stað 4. maí. Breytingar verða á einhverjum æfingum.

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Íþróttastarf fer af stað 4. maí og tómstundabíllinn mun keyra eins og vanalega. Einhverjar breytingar verða á tímatöflu á æfingum í Borgarnesi. Mikilvægt er að kynna sér þær breytingar vel. Fótboltinn fer fram úti á æfingasvæðinu sem er við endann á frjálsíþróttavellinum í Borgarnesi. Frjálsar íþróttir fara einnig fram úti og verða á frjálsíþróttavellinum. Því er mikilvægt að fylgjast vel með veðri og klæða sig eftir því. Karfan og badminton verða inni í íþróttahúsi en æfingar byrja ekki fyrr en 11. maí vegna framkvæmda á íþróttahúsinu. Æfingar hjá Reykdælum fara af stað samkvæmt töflu en fara fram úti á meðan framkvæmdir standa yfir á íþróttahúsinu á Kleppjárnsreykjum. Sundæfingar hjá Reykdælum hefjast um miðjan maí. Það verður auglýst síðar.

Vegna Covid-19 og framkvæmda í íþróttahúsinu þarf að gera ráðstafanir sem brýnt er að þið kynnið fyrir börnunum ykkar:

  • Anddyrið verður afmarkað þannig að ekki verður hægt að fara um allt húsið.
  • Ekki er hægt að nýta búningsklefa því er ekki hægt að skipta um föt í íþróttahúsinu.
  • Hægt verður að bíða í horninu þar sem sjónvarpið og salernin eru.
  • Þjálfari kemur og sækir þá sem eru að fara á æfingu aðrir bíða í rýminu.
  • Mælst er til þess að krakkar verji eins stuttum tíma og kostur er í biðrýminu.
  • Gæsla verður í íþróttahúsinu á meðan svæðið er afmarkað meðan krakkar í 1. – 4. bekk eru á æfingum.
  • Vonandi verður áfram gott veður og þá er um að gera að börnin leiki sér sem mest úti á meðan beðið er eftir æfingu.

 

 

 

 

Deildu þessari frétt