Hækkun á frístundastyrk

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Ánægjulegt skref var tekið í gær þegar frístundastyrkur var hækkaður upp í 40.000 kr á ári. Styrkurinn er strax kominn inn og því hægt að nýta hann strax. UMSB þakka Borgarbyggð fyrir þessa mikilvægu hækkun.

Frétt af vef Borgarbyggðar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti tillögu fræðslunefndar um hækkun frístundastyrks á fundi 14. maí sl. sem hluta af aðgerðum sveitarfélagsins vegna COVID-19 og verður hann í heildina kr. 40.000 framvegis á ári.

Með hækkun frístundastyrksins vill sveitarstjórn Borgarbyggðar koma til móts við barnafjölskyldur í sveitarfélaginu og undirstrika um leið mikilvægi skipulagðs íþrótta- og tómstundastarfs sem hluta af daglegu lífi barna og ungmenna í heilsueflandi samfélagi.

Frístundastyrkurinn er fyrir börn á aldrinum 6 – 18 ára sem hafa lögheimili í Borgarbyggð og er hægt að nýta frístundastyrkinn hjá félögum innan Borgarbyggðar sem og í öðrum sveitarfélögum.

Þeir foreldrar sem hafa nú þegar nýtt hluta af frístundastyrknum fyrir árið 2020 eiga þá inni mismuninn að kr. 40.000.

 

Nánari upplýsingar um frístundastyrkinn má finna hér

Deildu þessari frétt