Íþróttavika Evrópu 2023 – lumar þú á skemmtilegri hreyfingu sem þú vilt deila með öðrum?

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+ styrkjakerfið til verkefna sem munu tengjast vikunni. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.

Lumar þú á skemmtilegri hreyfingu sem þig langar að kynna fyrir eða deila öðrum? Ef svo er þá máttu endilega hafa samband við Bjarneyju, framkvæmdastjóra UMSB, bjarney@umsb.is og setja það á dagskrá í íþróttavikunni sem verður haldin 23. – 30. september nk. Við tökum öllum hugmyndum fagnandi!

Sjá nánar hér: #Beactive | Heim

 

Deildu þessari frétt