Metabolic námskeið fyrir unglinga í 8. -10. bekk

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Styrktarþjálfun 13 – 15 ára (fyrir krakka í 8. – 10. bekk) eru hópatímar sem byggðir eru á Metabolic æfingakerfinu.

Tímabilið er 12 vikur sem skiptist í þrjú 4 vikna ákefðartímabil þar sem ákefðin eykst milli vikna. Allir tímar eru settir upp með 2 erfiðleikastig í boði svo allir geta valið hvað hentar hverju sinni.
Dagsformið er mismunandi og þess vegna mikilvægt að læra að hlusta á líkamann og orkuna hverju sinni.
 
Markmið námskeiðisins er að krakkarnir öðlist öryggi í líkamsrækt, læri allar helstu styrktaræfingar og fái tækifæri til að finna sína styrkleika og þar af leiðandi gleði í líkamsrækt.
 
Gildi Metabolic Borgarnesi snúast fyrst og fremst um að hreyfa sig á sínum forsendum til að verða sterkari fyrir lífið og munu þau gildi vera höfð að leiðarljósi á þessu námskeiði.
 
Hvenær: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 15:00
 
Hvar: Metabolic Borgarnesi að Brákarbraut 18
 
Það eru 12 pláss í boði, hægt er að nota frístundastyrkinn og fer skráning fram hér: Sportabler | Vefverslun

Deildu þessari frétt