Nýr starfsmaður UMSB

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Nú eru breytingar hjá okkur í UMSB, og Sigurður Guðmundsson sem haldið hefur utan um tómstundastarfið hætt störfum hjá okkur og þökkum við honum fyrir samstarfið og vel unnin störf.

Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn í hans stað sem mun hefja störf um áramótin og er það Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir. Sigga Dóra er ekki ókunnug þessum málaflokki en hún hefur meðal annars starfað í félagsmiðstöðinni Óðali, Mímir ungmennahúsi, vinnuskóla Borgarbyggðar ásamt því að hún skipulagði og stýrði sumarfjöri fyrir börn í 1.-7.bekk í Borgarnesi sumarið 2014. Sigga Dóra hefur lokið 1. ári í tómstunda og félagsmálafræði við HÍ, hún er með BA gráðu í félagsráðgjöf og er í Mastersnámi í sálfræði í uppeldis og menntavísindum með áherslu á áhættuhegðun, forvarnir og lífssýn, auk þess sem hún hefur setið í ýmsum stjórnum og tekið virkan þátt í félagsstörfum undanfarin ár.

Þess má geta að 12 umsóknir bárust um starfið og var ein umsókn dregin tilbaka í ferlinu þannig að 11 umsóknir voru til skoðunar, en það var ráðningar og ráðgjarfyrirtækið Hagvangur sem sá alfarið um ráðningarferlið. 

Deildu þessari frétt