Okkur vantar ýmislegt í búið…..

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Nú styttist í að við getum flutt í nýja þjónustumiðstöð og þá vantar okkur ýmislegt í búið. Við erum að flytja úr einni skrifstofu í rúmgott einbýlishús og þá er ýmislegt sem vantar til að aðstaðan nýtist sem best og að sjálfsögðu reynum að að gera þetta á sem hagstæðastan hátt og þessvegna leitum við til ykkar og auglýsum eftir ýmsum húsbúnaði sem væri hægt að fá fyrir lítið fé eða jafnvel bara fyrir kaffibolla í nýju þjónustumiðstöðinni, þ.e.a.s. þegar við erum komin með kaffivél og bolla wink

Það sem okkur vantar helst er; flest allt í eldhúsið eins og t.d. ísskáp, samlokugrill, brauðrist, hraðsuðuketil, allt leirtau og borðbúnað, fundarborð/borðstofuborð og stóla, sófaborð og nettan sófa eða stóla ásamt ýmsu öðru smálegu sem gæti nýst okkur á nýjum stað.

Ef þið eigið eitthvað sem þið haldið að gæti nýst okkur og hægt er að fá þá er um að gera að hafa samband í síma 869-7092 eða senda tölvupóst á palmi@umsb.is 

Deildu þessari frétt