Verið velkomin á nýjan stað

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Nú höfum við flutt skrifstofuna á Skallagrímsgötu 7a í Borgarnesi (við hliðina á íþróttahúsinu) og við bjóðum ykkur velkomin í heimsókn til að skoða aðstöðuna eða kíkja í kaffi og ræða málin. Opnunartíminn verður fyrst um sinn óbreyttur en það er á mánudögum frá kl. 13-16 og mánud. miðvikud. og fimmtud. frá kl. 9-12. Við stefnum svo að því á næstunni að breyta opnunartímanum þannig að húsnæðið nýtist betur fyrir þau börn sem koma með tómstundabílnum og þurfa etv. að bíða eftir íþróttaæfingum eða öðrum tómstundum. Við munum kynna það betur fljótlega.

Deildu þessari frétt