Samskiptaráðgjafi

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Í ljósi umræðu í samfélaginu um einhvernskonar ofbeldi í íþróttahreyfingunni fórum við hjá UMSB yfir okkar verkferla og var ákveðið á stjórnarfundi að hér eftir munu öll mál sem koma á borð UMSB og aðildarfélaga fara í gegnum samskiptaráðgjafa.

Allir sem sækja skipulagðar æfingar eða félagsstarf á landinu geta leitað til samskiptaráðgjafa varðandi einelti eða ofbeldi sem þeir telja sig hafa orðið fyrir í sínu íþrótta- eða æskulýðsstarfi.

Allir eiga rétt á því að geta stundað sitt íþrótta- og/eða æskulýðsstarfs í öruggu umhverfi. Samskiptaráðgjafi er óháður aðili sem styður við, leiðbeinir og aðstoðar þá sem hafa upplifað einhvernskonar ofbeldi eða einelti í slíku starfi.

Einnig eiga allir iðkendur; börn, unglingar og fullorðnir óháð kynferði og stöðu að geta leitað sér aðstoðar eða leitað réttar síns vegna atvika og misgerða sem eiga sér stað án þess að þurfa að óttast afleiðingar.

Inn á heimasíðu samskiptaráðgjafa, www.samskiptaradgjafi.is er hægt að lesa sér betur til og þar inni er hnappur sem hægt er að senda inn ábendingar eða tilkynna atvik. Einnig er tengill inn á heimasíðu UMSB sem vísar á samskiptaráðgafa.

Ítreka að allir t.d iðkendur, foreldrar, stjornarmeðlimir, starfsfólk og þjálfarar geta tilkynnt atvik eða haft samband og fengið ráðleggingar.

Hér sjáið þið hvernig ferli mála er hjá samskiptaráðgjafa.

  1. Þú hefur samband við okkur með fyrirspurn, athugasemd, kvörtun eða tilkynningu.

  2. Samskiptaráðgjafi býður þér viðtal og þið finnið tíma sem hentar.

  3. Viðtal fer fram og frekari upplýsinga er aflað.

  4. Framhald málsins er ákveðið út frá upplýsingum sem koma fram í viðtalinu og óskum þínum.

  5. Samskiptaráðgjafi hefur samband við fleiri aðila málsins ef þörf er á, og í samráði við þig.

  6. Samskiptaráðgjafi aðstoðar þig við að koma málinu í ferli ef það er þín ósk.

  7. Samskiptaráðgjafi gefur út leiðbeinandi álit til málsaðila ef þess er þörf.

  8. Samskiptaráðgjafi fylgir málum eftir sé þess þörf með því að kanna eftir ákveðinn tíma hvort úrbætur hafi átt sér stað.

Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi þetta er hægt að senda okkur línu á umsb@umsb.is

Deildu þessari frétt