Skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna byrjendur

Ungmennasamband Borgarfjarðar Sund, UMSB

Boðið verður upp á 4 vikna skriðsundsnámskeið í sundlauginni í Borgarnesi og hefst það þriðjudaginn 14. febrúar.

Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 17.30 og 18.15 í alls 8 skipti.

Námskeiðið er fyrir fullorðna byrjendur sem vilja öðlast grunnfærni í skriðsundi til að geta nýtt sér sund sem almenna heilsueflingu. Áhersla verður á rétta tækni, öndun, líkamslegu og samhæfingu.

Með æfingum í vatni fæst alhliða þjálfun sem reynir á styrk, þol og liðleika og vatnið veitir mótstöðu þar sem minna álag er á liði og liðamót en þegar æfingar eru gerðar á þurru landi. Sund er góð alhliða hreyfing sem hentar flestum og það er ákaflega skemmtilegt að ná grunntækni í skriðsundi.

Verð: 16.000.-

Leiðbeinandi á námskeiðinu: Arnheiður Hjörleifsdóttir

Skráningarfrestur er til 7. febrúar.

Ná þarf lágmarksþátttakendafjölda svo námskeiðið verði haldið.

Skráning fer fram  í gegnum Sportabler: Sportabler | Vefverslun

Hægt er að fá aðstoð við skráningu og nánari upplýsingar hjá Bjarneyju, framkvæmdastjóra UMSB: bjarney@umsb.is

Deildu þessari frétt