Sýnum karakter

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Fræðslukvöld þriðjudaginn 27. nóvember kl. 19:00 í Hjálmakletti   

UMSB hefur ákveðið að innleiða verkefnið "Sýnum karakter". Fyrsta skref í þá átt er að vera með fræðslukvöld um verkefnið 27. nóvember. Mjög góðir fyrirlesarar koma með innlegg með áhugaverð erindi og fjalla um verkefnið. „Sýnum karakter“ er verkefni um þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna og ungmenna í íþróttum. Þau félög sem hafa tekið þetta verkefni inn eru mjög ánægð og sjá mikinn mun á sínu starfi. Því verður gaman að fara í þetta verkefni.

Allir eru velkomnir á þennan viðburð!

Deildu þessari frétt