Þrjú garpamet, 7 Íslandsmeistaratitlar og 4. sætið í stigakeppninni á Opna Íslandsmótinu í Garpasundi 2024

Ungmennasamband Borgarfjarðar Sund, UMSB

Alls tóku níu sundgarpar frá Sunddeild Skallagríms þátt í Opna Íslandsmótinu í Garpasundi sem fram fór á Ásvöllum um nýliðna helgi. Þessi vaska sveit, vakti athygli á sundlaugarbakkanum fyrir frábæra frammistöðu, bleika sloppa og almenna glaðværð. Á mótinu voru ríflega 150 keppendur frá 11 félögum auk gesta frá Havnar Svimjifelag, Færeyjum. Aðstæður eru til fyrirmyndar í Ásvallalaug og mjög vel haldið utan um alla þætti mótsins.

Með fréttinni eru svipmyndir frá mótinu.

 

Verið að leggja á ráðin! Frá vinstri: Arnheiður Hjörleifsdóttir, þjálfari, Mumma Lóa, Silja Eyrún og Harpa Dröfn

 

Sunddeild Skallagríms sópaði að sér verðlaunum og Guðmunda Ólöf Jónasdóttir, eða Mumma Lóa eins og við þekkjum hana flest, gerði sér lítið fyrir og setti þrjú Íslandsmet í sínum aldursflokki – auk þess að verða sexfaldur Íslandsmeistari, en hún sigraði örugglega allar þær greinar sem hún keppti í! Þá varð Júlíana Þóra Hálfdánardóttir Íslandsmeistari í 50 metra bringusundi í aldursflokknum 35-39 ára. Boðsundssveitin í kvennaflokki vann auk þess til gullverðlauna í 4*50 metra fjórsundi en sveitina skipuðu þær Harpa Dröfn Skúladóttir, Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir, Júlíana Hálfdánardóttir og Silja Eyrún Steingrímsdóttir.

 

Gæti verið mynd af 3 manns, people swimming og texti

Ungur nemur, gamall temur!

 

Mótið er einnig stigakeppni á milli liða en í ár sigraði Sunddeild Breiðabliks örugglega með 2274 stig og lang fjölmennasta liðið og Sundfélag Hafnarfjarðar hafnaði í öðru sæti með 1355 stig en meðal þeirra keppenda var fyrrum afrekssundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir. Sunddeild Skallagríms hafnaði í 4. sæti íslensku liðanna, aðeins 42 stigum á eftir Sundfélagi Akraness. Vesturlandsliðin tvö stóðu sig því mjög vel á þessu móti.

 

Sunddeild Skallagríms hefur verið með reglulegar garpaæfingar í vetur og þetta mót er eins konar uppskeruhátíð vetrarins og endar með glæsilegu lokahófi. Það er gaman að sjá persónulegar framfarir og bætingar, en ekki síður mikilvægt og ómetanlegt að fylgjast með gleðinni sem er allsráðandi og margir eru að yfirstíga persónulegar áskoranir í góðum og þéttum hópi félaga og vina. Sunddeild Skallagríms tekur fagnandi á móti fleiri iðkendum og hvetur öll þau sem langar að prófa að láta verða að því og taka þátt í frábærum félagsskap og í leiðinni stunda holla og góða alhliða hreyfingu.

 

Glæsilegur árangur Skallagríms á Opna Íslandsmótsins í garpasundi 2024

 

Gæti verið mynd af 3 manns og texti

Júlíana Þóra, Silja Eyrún, Harpa Dröfn og Rakel Dögg á verðlaunapalli

Gullverðlaun:

Guðmunda Ólöf Jónasdóttir fyrir: 800 metra skriðsund, 50 metra skriðsund, 100 metraskriðsund, 50 og 100 metra baksund og 100 metra fjórsund.

Júlíana Þóra Hálfdánardóttir fyrir 50 metra bringusund.

 

Frá vinstri: Friederike, Mumma Lóa og Júlíana Þóra

Harpa Dröfn og Heiðrún Helga með byssusýningu á bakkanum

Silfurverðlaun:

Harpa Dröfn Skúladóttir fyrir: 50 metra flugsund, 50 metra bringusund, 100 metra baksund, 200 metra skriðsund og 200 metra bringusund.

Júlíana Þóra Hálfdánardóttir fyrir: 800 metra skriðsund, 400 metra skriðsund, 200 metra fjórsund og 50 metra baksund.

Silja Eyrún Steingrímsdóttir fyrir: 50 og 100 metra bringusund og 50 metra baksund.

Friederike Dima Danneil fyrir 800 metra skriðsund.

Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir fyrir 100 metra skriðsund.

 

Júlíana Þóra og Silja Eyrún

 

Arnheiður og Harpa Dröfn stóðu sig vel um helgina

 

Gæti verið mynd af 2 manns og texti

Júlíana Þóra og Friederike

 

Bronsverðlaun:

Heiðrún Helga Bjarnadóttir fyrir 100 metra bringusund.

Harpa Dröfn Skúladóttir fyrir 100 metra bringusund og 200 metra fjórsund, 50 metra baksund og 100 metra skriðsund.

Silja Eyrún Steingrímsdóttir fyrir: 100 metra fjórsund og 100 metra skriðsund.

Friederike Dima Danneil fyrir 50 metra skriðsund.

Júlíana Þóra Hálfdánardóttir fyrir 100 metra fjórsund.

Þá varð kvennasveit Skallagríms í 4*50 metra skriðsundi í þriðja sæti en hana skipuðu þær Guðmunda Ólöf, Friederike, Júlíana og Harpa Dröfn.

Í 4*50 metra blönduðu boðsundi hafnaði sveit Skallagríms í fjórða sæti en hún var skipuð þeim Arnari Smára Bjarnasyni, Sigurkarli Gústavssyni, Hörpu Dröfn Skúladóttur og Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur.

Arnar Smári, Sigurkarl, Harpa Dröfn og Júlíana Þóra klár í slaginn.

Virkilega góður árangur hjá þessu frækna sundfólki og gaman að sjá hversu öflugt garpastarfið er hjá sunddeild Skallagríms um þessar mundir.

 

Deildu þessari frétt