Þú getur haft þitt að segja í nefnd UMFÍ

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Fólk í nefndum hefur áhrif á ýmislegt í starfi UMFÍ.  

UMFÍ auglýsir eftir framboðum í nefndir til næstu tveggja ára fyrir árin 2023 – 2025. Rétt á setu í nefnd eiga fulltrúar allra 27 sambandsaðila UMFÍ og þeirra tæplega 500 félaga um allt land sem aðild eiga að UMFÍ.

Fólk sem sæti á í nefndum getur haft áhrif á starf UMFÍ á vettvangi nefndarstarfsins, mótað viðburði og mót, umgjörð um starf skólabúða, heiðursviðurkenningar og margt fleira.
Nefndir þarf að skipa eftir sambandsþing UMFÍ, sem fór fram á Hótel Geysi í lok október.

Nefndirnar eru eftirfarandi:

  • Fjárhagsnefnd
  • Fræðslu- og sjóðanefnd
  • Heiðursráð
  • Laganefnd
  • Móta- og viðburðanefnd
  • Skólabúðanefnd
  • Ungmennaráð (sjá má mynd af ráðinu hér að neðan)
  • Upplýsinga- og tækninefnd
  • Útgáfu- og kynningarnefnd

 

Áhugasöm sendi póst á umsb@umsb.is fyrir nánari upplýsingar eða fyrir framboð í einhverja nefnd UMFÍ, framkvæmdastjóri kemur því áfram til stjórnar UMSB og UMFÍ.

Deildu þessari frétt