Hinsegin íþróttakönnun fyrir mennta- og barnamálaráðuneytið

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Samtökin 78 eru að vinna verkefni fyrir mennta- og barnamálaráðuneytið um stöðu barna og ungmenna í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi og upplifun hinsegin fólks í skipulögðu íþróttastarfi og viljum við hvetja sem flest til að svara könnuninni, hún er stutt en mikilvægt að fá góða svörun.

Lýsingu á verkefninu má finna hér.

Frá Samtökunum 78:

„Sæl Öll!

Samtökin ´78 eru að vinna að því að bæta upplifun hinsegin fólk í skólaíþróttum, líkamsrækt og skipulögðu íþróttastarfi. Við erum því að safna upplýsingum um særandi orðræðu og frasa, birtingamyndum mismununar og hvaða skref við þurfum að taka til að bæta upplifun hinsegin fólks á þessum stöðum. Meðfylgjandi er könnun þar sem þið getið skrifað inn ykkar upplifun eða annara, nafnlaust. Þið megið deila þessu að vild“

https://samtokin78.is/ithrottakonnun/?fbclid=IwAR3zT4Ib25BhtwysZFEFV4w7xso9E5FpHnOE-dq5bGD89mJQqTjybC4aNfw

 

Deildu þessari frétt