Úthlutað úr afreksmannasjóði UMSB

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Á stjórnarfundi UMSB í gærkvöldi 8.apríl var úthlutað úr afreksmannasjóði UMSB fyrir árið 2014. 

Afreksmannasjóður UMSB var stofnaður á 86. sambandsþingi UMSB 13.mars 2008 og var stofnframlagið styrkur frá Orkuveitu Reykjavíkur að upphæð 500.000,-kr. Tekjur sjóðsins eru síðan ákveðið hlutfall af lottótekjum UMSB samkv. reglugerð þar um, vaxtatekjur og önnur framlög.

Árið 2014 voru 240.000,- kr. til úthlutunar en nú var úthlutað 515.000,-kr. án þess að skerða höfuðstól sjóðsins, en það er stefna okkar að halda áfram að efla getu sjóðsins til að styrkja afreksfólkið okkar þannig að við náum því takmarki að úthluta 1.000.000,-kr. á ári án þess að skerða höfuðstól sjóðsins.

Afreksmannasjóður hefur sjálfstæða stjórn sem fjallar um þær umsóknir sem berast og er sú stjórn kosin á sambandsþingi til tveggja ára í senn. Í sjóðsstjórn hafa setið frá upphafi; Ingimundur Ingimundarson, Íris Grönfeldt og Rósa Marinósdóttir. Á síðasta sambandsþingi sem haldið var 7.mars sl. var kosinn ný stjórn og eru Íris og Rósa áfram en Ingimundur ákvað að gefa ekki kost á sér áfram og eru honum þökkuð góð störf undanfarin ár og í hans stað var kjörinn Kristmar Ólafsson.

Að þessu sinni bárust 9 umsóknir og ákvað stjórn sjóðsins að styrkja 7 einstaklinga sem allir eru í landsliðum eða hafa sótt íþróttakeppnir erlendis á árinu 2014.

Þeir sem hlutu styrk eru:

Arnar Smári Bjarnason, körfuknattleikur og frjálsar íþróttir

Arnar Þórsson, dans

Birgitta Björnsdóttir, dans

Bjarki Pétursson, golf

Daði Freyr Guðjónsson, dans

Helgi Guðjónsson, körfuknattleikur, knattspyrna og frjálsar íþróttir

Þorgeir Þorsteinsson, körfuknattleikur

 

Deildu þessari frétt