Viðurkenningar á kjöri íþróttamanns Borgarfjaðrar 2018

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Nokkur aðildarfélög UMSB veittu jafnframt íþróttafólki sínu viðurkenningar og verðlaun við sama tækifæri en nánar verður gert grein fyrir því í sérfrétt.

UMSB óskar öllum verðlaunahöfum og tilnefndum íþróttamönnum til hamingju með þær viðurkenningar sem þau hafa hlotið fyrir afrek sín á sviði íþrótta á árinu 2018. Við óskum þeim jafnframt áframhaldandi velgengni um ókomna framtíð og hlökkum til að fylgjast með þeim hér eftir sem hingað til.  

 

Minningarsjóður Auðunns Hlíðkvist Kristmarssonar

Í tengslum við kjör á íþróttamanni Borgarfjaðrar var veitt viðurkenning úr minningarsjóði Auðunns Hlíðkvist og maraþon bikar UMSB. Einnig voru nokkur aðildarfélög UMSB  sem veittu íþróttafólki sínu viðurkenningar og verðlaun.

UMSB óskar öllum verðlaunahöfum til hamingju með þær viðurkenningar sem þau hafa hlotið fyrir afrek sín á sviði íþrótta á árinu 2018. Hér að neðan má sjá hverjir fengu viðurkenningar frá sínu aðildarfélagi.

Viðurkenningu úr Minningarsjóði um Auðunn Hlíðkvist Kristmarsson sem lést 2.ágúst árið 1995 aðeins 14 ára gamall.  Sjóðurinn er til minningar um Auðunn Hlíðkvist og tilgangurinn með honum að minnast Auðuns Hlíðkvist og einnig að styðja við og hvetja áfram unga og efnilega íþróttamenn á svæðinu.

Við val á þeim sem viðurkenninguna hlýtur er horft til fjölmargra þátta sem saman eiga að geta gert efnilegan íþróttamann að góðum. 

Þeir þættir sem horft er til eru m.a:

  • Árangur í íþróttum
  • Hversu fjölhæfur viðkomandi er.
  • Hvernig hann stundar sína íþrótt, dugnaður, metnaður og framkoma við þjálfara og samherja.
  • Hvernig viðkomandi stundar skóla. Er hann áhugasamur og samviskusamur.
  • Síðan þarf hann að vera góð fyrirmynd hvað varðar lífshætti, hugafar og framkomu, bæði innan vallar sem utan.

Viðurkenninguna að þessu sinni hlaut Elínóra Ýr Kristjánsdóttir

 

Elínóra Ýr ásamt Írisi Hlíðkvist og Kristmanni

 

Maraþonbikar

Bikarinn fær sá aðili sem hlaupið hefur maraþon á bestum tíma allra í Borgarfirði. Í Ár var það

Jósep Magnússon sem átti besta tímann.

María Júlía Jósep og Sigríður

 

Verðlaunaafhending UMF Íslendings vegna ársins 2018 

   

Sundbikar 12 ára og yngri: 

Gefandi eru Sigrún Kristjánsdóttir og Guðmundur Sigurðsson   

Þessi bikar er veittur þeim einstakling sem hefur hæsta stig á innanhéraðsmótum UMSB í sundi fyrir árið 2018 sem er 12 ára eða yngri.   

Í ár var það Sveinn Svavar Hallgrímsson sem fékk bikarinn

Aðalheiður og Sveinn Svavar

 

Sundbikar:   

Gefandi Umf. Íslendingur   

Þessi bikar er veittur þeim sem hefur flest stig af öllum á innanhéraðsmótum UMSB í sundi fyrir árið 2018.  

Í ár var það Steinunn Lára Skúladóttir sem fékk bikarinn

  

Frjálsar íþróttir 14 ára og yngri:   

Gefandi Umf. Íslendingur   

Þessi bikar er veittur þeim einstakling 14 ára og yngri sem hefur flest stig á innanhéraðsmótum UMSB í frjálsum íþróttum árið 2018.  

Í ár var það Sveinn Svavar Hallgrímsson sem fékk bikarinn

 

UMFÍ bikar:   

Gefandi UMFÍ á 75 ára afmæli félagsins   

Þessi bikar er veittur þeim einstakling sem hefur hæst stig á innanhéraðsmótum UMSB í frjálsum íþróttum árið 2018 

Í ár var það Sveinn Svavar Hallgrímsson sem fékk bikarinn

  

Besta ástundun í knattspyrnu:   

Gefandi Umf. Íslendingur   

Við veitum þessi viðurkenningar- og hvatningarverðlaun fyrir ástundun æfinga hjá Íslendingi í knattspyrnu sumarið 2018.  

Í ár var það Heiðar Smári Ísgeirsson sem fékk bikarinn

 

Aðalheiður og Heiðar Smári

 

 Íþróttamaður Íslendings 2018:   

Gefandi PJ. Byggingar ehf.   

Í ár er það Davíð Guðmundsson sem er íþróttamaður UMF.Íslendings

Davíð var einn af lykilleikmönnum og annar fyrirliða meistaraflokks Skallagríms í körfubolta þegar liðið komst upp í úrvalsdeild síðasta vor.

Aðalheiður og Davíð

 

Verðlaunaafhending Reykdæla

Veittar voru viðurkenningar fyrir mestar framfarir

Eldri

Karfa : Skírnir Ingi Hermannsson

Sund: Alexander Ernir Dagsson

Mestar framfarir: yngri

Karfa:  Ólöf Sesselja Kristófersdóttir

Sund: Sædís Myst Suarez

Íþróttamaður UMFR 2018

1. sæti Bjartmar Þór Unnarsson hefur æft sund og körfuknattleik frá 6 ára aldri. Hann hefur á undanförnum árum unnið allar sínar sundgreinar á innanhéraðsmótum og staðið sig mjög vel í sundi á Unglingalandsmótum. Bjartmar æfði og spilaði körfubolta í 10. Flokki með sameiginlegu liði Vestra og Skallagríms á síðasta keppnistímabili en þess má geta að liðið endaði í öðru sæti á Íslandsmótinu.

2. sæti Lisbeth Inga Kristófersdóttir

Lisbeth hefur allar götur frá því að hún var 6 ára æft íþróttir hjá UMFR. Á  fyrri helmingi síðasta árs æfði hún bæði sund og körfu hjá félaginu en síðastliðið haust snéri hún sér alfarið að körfuboltanum.

3. sæti Heiður Karlsdóttir  Heiður æfði handbolta með Fylki á yngri árum en snéri sér að körfubolta og sundi þegar hún flutti í sveitina. Hún spilar með 8. Flokki í  sameiginlegu lið Reykdæla og Skallagríms í körfuknattleik.

Eva Lynd sem tók við viðurkenningu fyrir Bjartamar Þór, Heiður, Lisbeth Inga,Sædís Myst og  Skírnir Ingi

 

Verðlaunaafhending Stafholtstungna

Sigurstinn Ásgeirsson var íþróttamaður Stafholtstungna. Einnig hlaut hann verðlaun fyrir mesta afrek íþróttamanns félagsins.

Sigursteinn og Ásgeir

 

Verðlaunaafhending Hestamannafélagsins Borgfirðings

Þorgeir Ólafsson hlaut viðurkenning fyrir íslandsmet í 100 . skeiði í ungmennafl.

Kristján Gíslasson og Auður Ásta sem tók við viðurkenningu

 

Verðlaunaafhending Frjálsíþróttafélags Borgarfjarðar

Verðlaun fyrir ástundun

Þórunn Tinna og Ólafur Auðunn hlutu verðlaun fyrir ástundun.

Guðrún Karítas fékk bikar fyrir besta afrek ársins þegar hún kastaði sleggju 47,19m

Frjálsíþróttamaður Borgarfjaðrar

Sigursteinn Ásgeirsson fyrir heildarárangur í sínum greinum á árinu.

 

Sæunn, Sigursteinn, Ólafur, Þórunn Tinna og Guðrún Karítas

 

 

Deildu þessari frétt