Vilt þú gerast sjálfboðaliði á Unglingalandsmóti UMFÍ 2024?

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Unglingalandsmótið 2024 sem haldið verður í Borgarnesi um verslunarmannahelgina verður það 25. í röðinni.
Mótið hefst fimmtudaginn 1. ágúst og lýkur sunnudaginn 4. ágúst.
Unglingalandsmót voru haldin í Borgarnesi árin 2010 og 2016 og hefðu ekki tekist jafn vel til og raun bar vitni ef ekki væri fyrir okkar öflugu sjálfboðaliða.

Við leitum því aftur til ykkar til að sinna hinum ýmsum verkefnum á Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgina og eru verkefni við allra hæfi. Með hverjum klukkutíma sem unninn er styrkir þú þitt samband, félag eða deild.

Endilega skráðu þig í gegnum hlekkinn hér fyrir neðan og við finnum hlutverk við hæfi!

Deildu þessari frétt