Styrkumsókn einstaklinga og hópa vegna æfinga- og keppnisferða

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Einstaklingar og hópar geta sótt um ferðastyrk til UMSB. Skila þarf inn umsókn sem má finna hér sem og reglur um styrkinn Skila þarf inn umsóknum fyrir 30. september 2019.

 

Reglur um sjóðinn má sjá hér að neðan

 

Vinnureglur stjórnar um styrkveitingar

1. Stjórn UMSB veitir, eftir efnum, styrki til einstaklinga og hópa til niðurgreiðslu ferðakostnaðar vegna æfinga og keppni ásamt því að veita styrki til ýmissa annara verkefna sem samræmast stefnu UMSB.

2. Stjórn skal gera áætlun um hámarks styrk á hvern einstakling og samtals upphæð styrkja á hverju ári og skal hún taka mið af samþykktri fjárhagsáætlun ársins.

3. Styrkina geta þeir sótt um sem eru skráðir iðkendur innan aðildarfélaga UMSB.

4. Hægt er að sækja um styrki allt að 6 mánuðum fyrir áætlaða keppnis- eða æfingaferð, en styrkir eru greiddir út eftir að ferð lýkur eða gegn framvísun kvittunar fyrir greiðslu ferðakostnaðar. Mögulegt er einnig að sækja um styrk í allt að 6 mánuði eftir að ferð lýkur.

5. Hver einstaklingur getur eingöngu hlotið einn styrk við hverja úthlutun, hvort sem viðkomandi er með einstaklingsumsókn eða hluti af hópumsókn.

6. Ferðakostnaðarstyrkirnir ná til eftirfarandi verkefna:

a. Keppnisferðir og sýningar erlendis.

b. Æfingaferðir erlendis.
c. Keppnisferðir og sýningar innanlands.
d. Æfingaferða innanlands.
e. Æfinga og keppnisferðir á vegum sérsambanda, s.s. landsliðsverkefni, æfingar með úrvals eða afrekshópum (og öðrum sambærilegum verkefnum).

7. Stjórn úthlutar styrkjunum tvisvar á ári á fundi sínum. Í fyrra skiptið í júní og í seinna skiptið í október. Umsóknarfrestur er til 31. maí og 30. september. Birta skal upplýsingar um umsóknarfrest á heimasíðu UMSB.

8. Nöfn styrkþega, stutt lýsing viðkomandi verkefnis og fjárhæð styrksins skulu færð í fundargerð stjórnar UMSB.

9. Sótt er um styrkina á þar til gerðu eyðublaði, sem skal vera aðgengilegt á heimasíðu UMSB. Í umsókninni skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram og mun eyðublaðið taka mið af þeim:

a. Einstaklingsumsókn um styrk v. ferðakostnaðar.
i. Nafn umsækjanda, kennitala og reikningsupplýsingar.
ii. Aðildarfélag/deild.
iii. Íþróttagrein.
iv. Stutt lýsing á ferð og tilgangi.
v. Fjárhagsáætlun vegna ferðar.
vi. Upplýsingar um aðra styrki sem veittir eru vegna ferðarinnar.
vii. Staðfesting formanns aðildarfélags/deildar.
b. Hópumsókn um styrk v. ferðakostnaðar.
i. Nafn aðildarfélags/deildar og íþróttagrein.
ii. Nafn, símanúmer og netfang tengiliðar hópsins.
iii. Kennitala og númer bankareiknings sem leggja skal styrk inná.
iv. Nöfn þátttakenda og kennitölur.
v. Stutt lýsing á ferð og tilgangi.
vi. Fjárhagsáætlun vegna ferðar.
vii. Upplýsingar um aðra styrki sem veittir eru vegna ferðarinnar.
viii. Staðfesting formanns aðildarfélags/deildar.

c. Umsókn um styrk til ýmissa verkefna.
i. Nafn, símanúmer og netfang umsækjanda.
ii. Nafn aðildarfélags/deildar og íþróttagrein.
iii. Kennitala og númer bankareiknings sem leggja skal styrk inná.
iv. Stutt lýsing á verkefninu og tilgangi.
v. Fjárhagsáætlun verkefnis.
vi. Upplýsingar um aðra styrki sem veittir eru vegna verkefnisins.
vii. Staðfesting formanns aðildarfélags/deildar.

10. Gera skal grein fyrir styrkveitingum í ársskýrslu UMSB.

 

 

Deildu þessari frétt