Bjartur lífstíll – samstarfsverkefni LEB og ÍSÍ

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Þann 3. október s.l. komu verkefnastjórar heilsueflingar 60+ hjá Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands með kynningu fyrir eldri íbúa Borgarbyggðar á verkefninu Bjart líf .

Á heimasíðunni bjartlíf.is verður með tímanum hægt að nálgast öll hreyfiúrræði sem eru í boði í hverjum landshluta fyrir sig auk þess er þar að finna verkfærakistu fyrir alla til að nýta.

Einnig er markmiðið með verkefninu að aðstoða sveitarfélög að efla núverandi hreyfiúrræði eða búa til ný.

Bjartur lífstíll leggur áherslu á

  • Markvissa hreyfingu
  • Næringu
  • Slökun, svefn og teygjur

Ávinningur

  • Bætt heilsa og líðan við að stunda markvissa þjálfun undir leiðsögn
  • Hreyfing orðin að lífsstíl
  • Félagsleg tengsl
  • Aukið heilsulæsi

Í kjölfarið á kynningarfundinum var haldinn fundur með starfsfólki úr stjórnsýslu Borgarbyggðar auk annarra sem starfa við heilsueflingu innan sveitarfélagsins með það fyrir augum að:

  • Stuðla að betri lýðheilsu eldra fólks á landsvísu með því að auka heilsulæsi í gegnum hreyfingu og fræðslu.
  • Veita þjálfurum stuðning og fræðslu
  • Að veita úrræði til frambúðar

Vel var mætt á báða fundina og greinilega mikill vilji til að gera enn betur í þessum málaflokki.

Deildu þessari frétt