Á næstu dögum mun UMSB kynna betur þá íþróttamenn sem voru í efstu fimm sætum í kjöri á íþróttamanni Borgarfjarðar. Sá sem verður fyrst kynntur er Bjarni Guðmann Jónsson. Hann varð efstu í kjörinu í ár. Bjarni er einn af lykilleikmönnum í meistaraflokki Skallagríms í körfubolta og átti stóran þátt í því að vinna liðinu sæti í úrvalsdeild í vor og hefur þrátt fyrir ungan aldur stimplað sig inn sem eitt allra mesta efni sem komið hefur úr yngri flokkum Skallagríms. Bjarni var valinn í U20 ára landslið Íslands árið 2018.
Kynnumst Bjarna aðeins betur
Hver er þín helsta fyrirmynd í íþróttinni?
Kristaps Porzingis
Hver hefur haft mest áhrif á þig sem íþróttamann?
Bara fullt af fólki, engin ákveðin.
Hvar sérðu þig fyrir þér eftir 5 ár?
Hugsa ekki of langt fram í tímann, kemur bara í ljós.
Með hvaða liði heldur þú í NBA?
Los Angeles Lakers
Þitt mesta afrek í íþróttinni?
Komast í landsliðið.
Spilarðu í eða með eitthvað sem færir þér gæfu? Ertu hjátrúarfullur?
Nei ég spila aldrei í neinu sérstöku og er ekki hjátrú fullur, en fylgi smá rútínu á leikdegi.
Hvað færðu þér á pylsuna þína?
Fæ mér eina með öllu.
Hvernig er dæmigerður dagur í þínu lífi?
Vakna, borða, æfing, borða, chilla, borða, æfing, borða.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Mexíkóskur matur er í uppáhaldi.
Hver er sá besti sem þú hefur spilað með?
Flenard Whitfield.
Af hverju valdirðu körfubolta?
Félagskapurinn er sá besti sem völ er á.
Deildu þessari frétt