Kristín Evrópumeistari í klassískum kraftlyftingum!

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Kristín Þórhallsdóttir náði stórkostlegum árangri um síðustu helgi þegar hún setti Evrópumet og varð Evrópumeistari í -84 kg flokki í klassískum kraftlyftingum.

Í hnébeygju lyfti hún 200-212,5-220 og er það nýtt Evrópumet og Íslandsmet.

Í bekkpressu lyfti hún 102,5-110-115, en það er bæting á Íslandsmeti.

Í réttstöðulyftunni lyfti hún 212,5 og 225 sem er nýtt Íslandsmet.

Samtals lyfti Kristín 560 kílóum sem er nýtt Evrópumet og er hún fyrsti íslendingurinn til að vinna Evrópumeistaratitil í þríþraut í kraftlyftingum.

Frábært árangur og óskar UMSB henni innilega til hamingju með afrekið!

 

 

Deildu þessari frétt