Opið fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ

Ungmennasamband Borgarfjarðar Badminton, Frjálsíþróttafélag Borgarfjarðar, Knattspyrna, Körfubolti, Reykdælir, Sund, UMSB

Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ

Markmið sjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar í samræmi við stefnu UMFÍ, m.a. með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun í félagsmálum og félagsstarfi.

Rétt til umsóknar úr sjóðnum eiga sambandsaðilar UMFÍ, aðildarfélög sem eru virk í starfi og deildir innan þeirra. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum.

ÁHERSLUR Í ÚTHLUTUN 
Í samræmi við reglugerð sjóðsins leggur sjóðsstjórn áherslu á að veita styrki til verkefna sem:

  • eru til þess að fallin að auka þekkingu og fagmennsku innan félags með fræðslu, fyrirlestrum og/eða námskeiðum.
  • stuðla að aukinni útbreiðslu og/eða stofnun félags eða deilda.
  • stuðla að aukinni þekkingu og varðveislu á menningu og sögu félags.
  • eru til þess fallin að auka menntun þjálfara og dómara.
  • eru í samræmi við auglýst áhersluatriði sjóðsins hverju sinni.

 

Nánari upplýsingar má finna hér: Sjóðir – styrkir | Landssamband ungmennafélaga (umfi.is)

 

Einnig má senda póst á umsb@umsb.is ef spurningar vakna eða vantar aðstoð við umsóknarferlið.

Deildu þessari frétt