Skallagrímur jafnaði metin gegn Hamri í úrslitaeinvígi fyrstu deildar karla í körfuknattleik

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Skallagrímur jafnaði metin gegn Hamri í úrslitaeinvígi fyrstu deildar karla í körfuknattleik með fimm stiga sigri í Borgarnesi, 86-81 eftir æsispennandi og sveiflukenndan lokakafla.

Hamar vann fyrsta leikinn í Hveragerði, en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér sæti í Subway deildinni.

Umgjörðin í kringum leikinn var til mikillar fyrirmyndar. Tæplega sjö hundruð áhorfendur voru mættir í Fjósið og frábær stemning var í stúkunni.

Keith Jordan Jr.  var stigahæstur hjá Skallagrími í leiknum með 32 stig og 13 fráköst og næstir komu Björgvin Hafþór og Bergþór Ægir Ríkharðssynir og Milorad Sedlarevic með 12 stig hver.

Næsti leikur verður í Hveragerði á miðvikudag kl. 19:15.

Hægt er að skoða virkilega skemmtilega myndasyrpu frá leiknum með því að smella hér á Facebook síðu körfuboltans.

 

 

 

Deildu þessari frétt