Undafarna daga hafa verið að koma fréttir af öfluga íþróttafólkinu okkar. Gaman er að fylgjast með þessu flotta íþróttafólki og afrekum þeirra. Endilega látið UMSB vita ef þið sjáið fréttir af okkar fólki svo við getum sagt frá því.
Bjarki Pétursson var á dögunum valinn í úrvalslið Mið – Ameríkudeildarinnar eftir tímabilið í bandaríska háskólagólfinu. Hér má nálgast frekari upplýsingar http://kylfingur.vf.is/frettir/bjarki-valinn-i-urvalslid-mac-deildarinnar/55068?fbclid=IwAR2DwZAvmaZ7qzNxKCROlbomKDOo3b3H8ConO4dfyFzf0nFFBH3nMORDNNc
Bjarni Guðmann Jónsson hefur samið við lið í Bandaríska hóskólaboltanum þar sem hann mun leika á næstu leiktíð. Hér má lesa skemmtilega frétt https://www.karfan.is/2019/05/bjarni-gudmann-til-fort-hays/?fbclid=IwAR0pXH0K0BC6xBC1dBAj0dCh2B1gnjSyMTZ1DcAEcGvRtIZ95RC2bLkGG_s
Marinó Þór Pálmason og Gunnar Örn hafa verið í skóla í Danmörku í vetur. Þar hafa þeir verið að standa sig mjög vel. Þeir urðu dsnskir meistari í U17 ára. Í úrslitakeppninni var Marinó Þór valinn mikilvægasti leikmaðurinn í úslitakeppninni. Frábær árangur hjá þessum efnilegu strákum.
Helgi Guðjónsson er sóknarmaður hjá Fram og hefur farið vel af stað hjá félaginu. Hann hefur skorað í fyrstu tveimur umferðum sumarsins.
Hér má lesa skemmtilegt viðtal við hann. https://fotbolti.net/news/14-05-2019/hin-hlidin-helgi-gudjonsson-fram?fbclid=IwAR3pY1T-YcsSSETyrnOyOagHiVSn9TMLtL2wU707uFIEspmo2QHjP7qN6e8
Áfram verður gaman að fylgjast með íþróttafólkinu okkar víða um heim.
Deildu þessari frétt