Skotfélag Vesturlands í nýtt Húsnæði

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Formleg opnun á glæsilegri inniaðstöðu Skotfélags Vesturlands

Formleg opnun á glæsilegri inniaðstöðu Skotfélags Vesturlands í Brákarey var í gær, sunnudaginn 27. apríl.

Í tilefni opnunarinnar var byssusýning með mörgum merkilegum byssum í eigu félagsmanna og boðið var uppá veitingar og voru félagsmenn á staðnum og sögðu frá starfseminni og þeim byssum sem voru á svæðinu.

Við óskum félagsmönnum til hamingju með glæsilega aðstöðu og hvetjum að sjálfsögðu alla áhugasama til að kíkja til þeirra í Brákarey og skoða aðstöðuna.

Deildu þessari frétt