Tímatafla íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi haust 2023 – uppfært

Ungmennasamband Borgarfjarðar Badminton, Frjálsíþróttafélag Borgarfjarðar, Knattspyrna, Körfubolti, UMSB

Þá er rútínan handan við hornið og íþróttastarf vetrarins að fara af stað aftur.

Hér má nálgast tímatöflu fyrir íþróttahúsið í Borgarnesi: Tímatafla íþróttahúsið í Borgarnesi haust 2023

Allar skráningar fara fram á Sportabler þegar deildirnar hafa sett þar inn námskeið vetrarins: https://www.sportabler.com/shop

Æfingar í körfubolta hefjast á morgun, 23. ágúst skv. töflu en frjálsar íþróttir og badminton í byrjun september, nánari upplýsingar munu koma frá deildunum þegar nær dregur.

Fótboltinn er enn með sínar æfingar úti við og verða út september. Hér má sjá tímatöfluna þeirra sem er í gildi núna: Tímatafla knattspyrnudeild – Ungmennasamband Borgarfjarðar (umsb.is)

Ef einhverjar spurningar eða athugasemdir vakna ekki hika við að hafa samband við Bjarneyju framkvæmdastjóra UMSB. Hægt er að senda póst á bjarney@umsb.is eða hringja í síma: 437-1411 á skrifstofutíma.

Deildu þessari frétt