Bjarney Bjarnadóttir hefur verð ráðin í starf framkvæmdarstjóra UMSB og kemur hún til starfa í júní.
Bjarney er með BSc í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík auk kennsluréttinda fyrir grunn- og framhaldsskóla. Þá leggur Bjarney stund á meistaranám í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun. Bjarney er með víðtækan bakgrunn þegar kemur að íþrótta- og lýðheilsustarfi. Hún hefur unnið sem einkaþjálfari og spinningkennari bæði hérlendis sem og erlendis og auk þess sem hún var aðstoðarkennari í verklegu námi í ÍAK einkaþjálfaranámi Keilis.
Þá spilaði Bjarney handbolta og þjálfaði í fjölda ára. Hún hefur bæði kennt íþróttir og lífsleikni og komið að heilsueflingu fatlaðra. Síðustu ár hefur Bjarney starfað sem umsjónarkennari við Grunnskólann í Borgarnesi.
Bjarney er gift Sigurkarli Gústavssyni lögreglumanni og samtals eiga þau fjóra drengi.
Sigurður Guðmundsson vinnur hjá okkur út júní og fer hann svo í önnur verkefni til UMFÍ, við þökkum Sigga kærlega fyrir sitt framlag og óskum við honum velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.
Deildu þessari frétt