5. desember – dagur sjálfboðaliða

Ungmennasamband Borgarfjarðar Badminton, Frjálsíþróttafélag Borgarfjarðar, Knattspyrna, Körfubolti, Reykdælir, Sund, UMSB

Í dag er Dagur sjálfboðaliðans. Upphaf dagsins má rekja aftur til ársins 1985 þegar Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að 5. desember yrði Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða um alla heim. Tilgangurinn með deginum er að vekja athygli á framlagi sjálfboðaliða í samfélaginu. Það er mismunandi eftir löndum og tíma hvernig sjálfboðin störf eru skilgreind. Sjálfboðavinna felur samt alltaf í sér að einstaklingurinn velur sér starf að sinna og fær ekki greitt fyrir vinnu sína með hefðbundnum hætti – stundum ekki nema með brosi. Allur almenningur nýtur góðs af starfi sjálfboðaliða. Sjálfboðaliðastörf eru oft unnin af frjálsum félagasamtökum í kringum ákveðinn málstað.

Starf íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar byggist á stórum hluta á vinnu sjálfboðaliða.

Fjöldi fólks leggur íþróttahreyfingunni lið með því að sitja í stjórnum, nefndum, ráðum eða vinnuhópum. Sjálfboðaliðar taka þátt í foreldrastarfi eða hjálpa til við framkvæmd móta, kappleikja og/eða annarra viðburða.

Aldrei má missa sjónar á því gríðarlega mikilvæga framlagi sjálfboðaliða.

Hér má lesa nánar um átakið Alveg sjálfsagt

Til hamingju með daginn! | Landssamband ungmennafélaga (umfi.is)

Deildu þessari frétt