Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2022 – tilnefningar óskast

Ungmennasamband Borgarfjarðar Badminton, Frjálsíþróttafélag Borgarfjarðar, Knattspyrna, Körfubolti, Reykdælir, Sund, UMSB

UMSB óskar eftir ábendingum frá almenningi um íþróttafólk sem þykir hafa náð góðum árangri eða skarað fram úr í sinni íþróttagrein á árinu 2022.

Viðkomandi þarf að stunda sína íþrótt með aðildarfélagi UMSB eða eiga lögheimili á sambandssvæði UMSB á því ári sem kjörið nær til.

Stjórn UMSB og sveitastjórnir geta hver um sig ákveðið að tilnefna allt að 3 einstaklinga til viðbótar við aðildarfélög UMSB.

Ábendingar skulu berast á netfangið umsb@umsb.is fyrir 15. desember n.k.

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá bjarney@umsb.is eða í síma 437-1411.

Deildu þessari frétt