Tímatafla fyrir íþróttahúsið í Borgarnesi haust 2022 – uppfært

Ungmennasamband Borgarfjarðar Badminton, Frjálsíþróttafélag Borgarfjarðar, Knattspyrna, Körfubolti, UMSB

Þá er rútínan handan við hornið og íþróttastarf vetrarins að fara af stað aftur.

Hér má nálgast tímatöflu fyrir íþróttahúsið í Borgarnesi: Tímatafla Borgarnes haust 22

Allar skráningar fara fram á Sportabler þegar deildirnar hafa sett þar inn námskeið vetrarins: https://www.sportabler.com/shop/skallagrimur

Vonandi þarf ekki að breyta töflu mikið þegar starfið fer af stað en alltaf getur eitthvað komið upp sem þarf að laga.

Verið er að bíða eftir upplýsingum frá öðrum aðildarfélögum, sem og upplýsingum um þjálfara og fleira en það mun birtast hér á heimasíðunni um leið og þær berast.

Ef einhverjar spurningar eða athugasemdir vakna ekki hika við að hafa samband við Bjarneyju framkvæmdastjóra UMSB. Hægt er að senda póst á bjarney@umsb.is eða hringja í síma: 437-1411 á skrifstofutíma.

Uppfært:

Gert er ráð fyrir að taflan taki gildi hjá flestum flokkum þann 29. ágúst nema skilaboð berist frá þjálfurum/deildum um annað.

Æfingar hjá sunddeildinni byrja að öllum líkindum í október þegar framkvæmdum við útilaug lýkur. Upplýsingar koma inn þegar nær dregur.

Deildu þessari frétt